22.3.2011 | 21:57
Flokkur eða fólk
2 Vinstri grænir þingmenn annað hvort hlupust undan merkjum eða stóðu staðfastir á stefnu flokksins, allt eftir því hvernig litið er á málið. En hvernig sem litið er á málið þá vaknar alltaf spurningin hvort þingmennirnir séu í slíku tilfelli eign flokksins, kjósenda sinna, kjördæmis síns eða þeirra sjálfra og svarið við þessu er alls ekki einhlítt. Þingmenn eru kosnir af flokkslistum en eiga samkvæmt stjórnaskrá að vera bundnir aðeins að eigin sannfæringu. Þeir eru fulltrúar einstakra kjördæma en á sama tíma fulltrúar flokka á landsvísu, sem er oft ekki auðvelt að samríma því oft vill það verða að það sé annað að vera fulltrúi Reykjavíkur og vera fulltrúi á landsvísu. Og þá er þetta í raun andstæða við persónukjör. Fólkið í kjördæmunum vill kjósa þann sem þau treysta best til að sinna sínum hagsmunum en flokkurinn fyrir sunnan hefur stundum alveg gjörólíka hagsmuni að verja. Þess vegna mun þetta sennilega alltaf vera svona á meðan þetta kosningakerfi er viðhaft hér, alltaf verða öðru hverju þversagnir eins og þessi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.