Loftkastalar á Langanesi

Hún Katrín okkar iðnaðarráðherra sagði á Alþingi í dag að Þingeyingar mætta fara að undirbúa sig undir mikla uppbyggingu í atvinnumálum, að ég held bara á næstu dögum eða vikum. Hún hefur ef til vill verið að hlusta á fréttirnar í sjónvarpinu á dögunum um loftkastalana sem fyrirhugað er að reisa á Langanesinu. Þar kvað eiga að reisa stórskipahöfn, olíuhreinsunarstöð, þjónustusvæði fyrir olíuvinnslu og gott af ekki alþjóðaflugvöll þann næst stærsta á Íslandi. En vera má að hugmynd hennar sé að fylla þessa loftkastala með steinsteypu í stað lofts. Þessar hugmyndir virðast draumkenndar en hinu ber ekki að neita að Þingeyjasýslur og raun Norðurland allt á mikla efnahagslega möguleika. Mikla orku, margar náttúruperlur og gott menntakerfi svo eitthvað sé nefnt. Vel má gera Norðurland að heilstæðu og nokkuð sjálfbæru efnahagslegu svæði, en til þess þarf að ýmsu að hyggja, eitt að því eru t.d. Vaðlaheiðagöng. Margir hafa horn í síðu Vaðlaheiðaganga og telja þau ekki arðbæra framkvæmd. Má vera að Vaðlaheiðagöng séu ekki arðbærasta framkvæmdin í samgöngumálum í augnablikinu. Þau eru aftur á móti mjög þjóðhagslega hagkvæm sé litið til framtíðar, meðal annars í myndun þess efnahagssvæðis sem norður og austurland geta myndað. Þau gætu þannig orðið lítill biti í stóra púslinu sem við nefnum Ísland framtíðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband