Ernirnir Lenda

Ernirnir lenda á Íslandi í byrjun júní og munu hefja upp raust sína í Laugardallshöllinni þann 9 júní. Eagles er hin ágætasta hljómsveit sem spilar lagrænt countryskotið popp, en það kostar skilding að heyra þetta "popp". 15 og 20 þúsund krónur miðinn eftir staðsetningu það er að segja eftir því hversu vel menn vilja heyra "Hotel California" hljóma. Það gefur auga leið að ekki hafa allir efni á að berja dýrðina augum. Þannig getur til að mynda ekki öryrki með hámarksbætur 159 þúsund krónur á mánuði farið, hann gæti jafnvel reyndar ekki farið þó í boði væru Bítlarnir með John og George í heimsókn frá himnum. 159 þúsund eru auðvitað nokkuð margar krónur en þær eru bara svo hryllilega verðlausar og þar af leiðandi er það ef til vill ekkert voðalega dýrt að borga 20 þúsund fyrir Ernina... 20 þúsund krónur eru nefnilega svo margar verðlausar krónur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband