Bændur og Evrópusambandið

Góðbændur þessar lands komu að vanda saman í Reykjavík til svo kallaðs Búnaðarþings. Athyglisvert annars að Búnaðarþing skuli ávalt haldið í Reykjavík, af hverju ekki að styrkja ferðarþjónustuna víða um landið  með því að halda þingið þar? Hvað um það.. bændaforustan ályktaði með næstum rússneskri kosningu á móti Evrópusambandinu. Þetta verður að kallast skammsýni. Öllum má ljóst vera að við munum enda í Evrópusambandinu eiginlega hvort sem við viljum það eða ekki og ástæðan er einfaldlega sú að við getum ekki staðið ein lengur eftir að heimurinn fer að skiptast í fáeinar viðskiptablokkir. Við getum ekki til frambúðar búið við okkar litla gjaldmiðil nema vera með höft, hugsanlega svo víðtæk að okkur verði vísað úr EES. Bændur ættu miklu heldur að henda sér í það að laga íslenskan landbúnað að þeirri framtíðarsýn sem við blasir innan Evrópusambandsins. Vera má að einhverju þurfi að fórna til að standast samkeppni við innflutning, en þá eiga menn að snúa sér að þeim þáttum sem eru sterkir í íslenskum landbúnaði. Við getum aukið lífrænan og vistvænan landbúnað, aukið sölu beint frá býli og eflt ferðaþjónustu, við getum aukið kornrækt og til að mynda ýmsa afleidda framleiðslu þar eins og brauð og bjórbruggun, sem gæti orðið mjög sterkur atvinnuvegur hér vegna hins góða vatns. Íslenskur landbúnaður mun ekkert líða undir lok þó við göngum í Evrópusambandið. En hann mun breytast en að það sem ef til vill verður lagt niður en er hin íhaldssama bændaforusta á Hótel Sögu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband