Krosstréð sem brást

Fréttir hafa borist af því að 7 konur séu búnar að ásaka Gunnar í Krossinum fyrir kynferðisofbeldi. Þarna virðist krosstréð hafa brugðist og ekki einu sinni heldur oftar þannig að líklega getur enginn heilagur skítur bjargað því. Nú er þetta ekki í fyrsta skipti sem þessar sakir eru bornar á trúaða menn. Kaþólskir prestar og jafnvel biskupar hafa verið sakaðir um barnaníð. Einn biskup og einhverjir prestar íslensku þjóðkirkjunnar hafa verið sakaðir um óhóflega kvensemi. Hver skýringin á þessu er veit maður ekki en hugsanlega er hér um að ræða fyrirbæri sem tengist á einhvern hátt tilhneigingu til fíknar en alkunna er að trú getur orðið að fíkn og kynhvöt líka, rétt eins og áfengi, eiturlyf og eitthvað því líkt. Enda stundum notuð trúarbrögð við meðferð fíkna en menn gera sér þá ekki grein fyrir því að í rauninni er þá bara verið að flytja fíknina frá einu fíkniefni yfir í annað. Fleira er það í bókstafstrú sem minnir á fíkn, til dæmis oft á tíðum meira og minna þvinguð meðvirkni, tökum eitt dæmi... Nokkur umræða hefur að undanförnu verið um börn og heimilisofbeldi, en í því sambandi hefur ekki verið rætt um eina verstu tegund heimilisofbeldis sem börn verða að þola, en það eru börn í söfnuðum á borð við Votta Jehóva. Þessi börn eru svipt samneiti við félaga sína mega t.d. ekki halda með þeim jól.. spurningin er hvort þarna sé ekki framið á börnum eitt versta mannréttindabrot sem hægt er að fremja gagnvart barni !  Í Jesú nafni, Amen !

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband