Félagsleg hugsun

Það er mikið talað um skatta þessa dagana. Mörgum þykir þeir keyra úr hófi fram á landi hér en aðrir benda á að skattar hér séu síst hærri en í nágrannalöndunum. Vera má að þarna gæti nokkurs misskilnings hjá fólki. Staðreyndin er nefnilega sú að við fáum eða teljum okkur að minnsta kosti fá, harla lítið fyrir skattana háu sem við greiðum. Á Norðurlöndunum greiða menn mjög háa skatta en fá líka mjög mikið fyrir þá, til að mynda ókeypis heilsugæslu, ókeypis menntun og verulega niðurgreiddan kostnað t.d. vegna tannlækninga og alls konar hjálpartækja. Hér á landi er ástandið aftur á móti þannig að bætur eru svo við nögl skornar að af þeim verður alls ekki lifað í þessu samfélagi okurs og ofurlauna og fyrir alla opinbera þjónustu hverju nafni sem hún nefnist, þarf að greiða fyrir stundum drjúgan skilding fyrir lágtekjufólk. Hér á landi skortir algerlega það sem við getum kallað "félagslega hugsun". Í þessu gengisfallna okursamfélagi skulu aumingjarnir sko borga fyrir sitt svo yfirstéttin geti lifað makindalega í höllum sínum og farið á tónleika í fölsku Hörpunni sinni. Skríllinn getur svo beðið í norðan næðingnum fyrir utan Mæðrastyrksnefnd eftir ölmusunni sem hrekkur af borðum miðaldra konu spillta bankastjórans, sem situr hreykinn yfir stolnum auðæfum sínum í lúxushöll sinni á Arnarnesinu eða þá á Manhattan.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband