7.3.2011 | 18:45
Arabar vakna
Þetta byrjaði í Túnis, maður brenndi sig til bana og bálið hreyf með sér allt stjórnkerfi landsins, að meðtöldum einræðisherranum.
Fólkið fór allt í einu að biðja um lýðræði og frelsi en ekki Allah og gömlu Shariavitleysuna og lýðræðisbyltingin fór um Norður Afríku og Arabalönd eins og eldur í sinu. Mesta athyglin hefur að undanförnu beinst að Líbýu og geðsjúklingnum Gaddafi. Þetta er ekkert óeðlilegt því Líbýa er mikið olíuríki. Vesturlönd virðast hafa meiri áhyggjur af því hvað olíuverð hækkar í hvert skipti sem Gaddafi opnar túlann, heldur af því þegar hann gerir loftárásir á varnarlausar konur og börn. Það er annars makalaust hvernig minnsta hreyfing í Austurlöndum hækkar olíuverð. Sameinuðu þjóðirnar eru með Matvæla og landbúnaðarstofnun, barnahjálp, mannréttindavernd og hvað þetta nú allt heitir, en enga orkustofnun. Það er ótrúlegt að engin alþjóðastofnun skuli vera til sem reynir að hafa hemil á græðgi hinna alþjóðlegu auðhringa, sem í samvinnu við gjörspillta einræðisherra í Arabalöndum okra á efnahagslífi og almenningi í heiminum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.