Jól í skólanum

Mannréttindaráđ Reykjavíkur sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu varđandi trúbođ í skólum. Fyrir nokkrum árum voru heitar umrćđur um pólitíska innrćtingu í skólum en nú er ţađ semsé hin trúarlega innrćting sem veldur mönnum áhyggjum. Svo langt gengur umrćđan ađ menn vilji útvísa allri trúarbragđafrćđslu, sálmasöng og öđru trúarefni úr skólastarfi. Nú má deila um ţađ hvort ćskilegt sé ađ kenna kristinfrćđi í skóla, hvort ekki sé réttara ađ kenna almenna trúarbragđafrćđi, siđfrćđi og mannkćrleika. En spyrja má hvort í ţessari yfirlýsingu sé ekki gengiđ full langt ef t.d. á ađ banna jólaföndur, litlu jólin eđa heims um ból. Jólin eru annađ og meira en bara kristin hátíđ ţau eru hátíđ ljóssins, sigur ţess yfir myrkrinu og voru í raun til fyrir kristni. En ţađ er í raun ekkert athugavert viđ ađ viđ minnumst á ţessari hátíđ ljóssins ţeirri miklu persónu sem Jesús Kristur var og skiptir ţá ekki máli hvort viđ köllum okkur kristin eđa ekki. Kristnin er nú hluti af menningu okkar og jólin í raun lífsnauđsynleg í skammdeginu. Frekar má segja ađ ţađ sé brot á mannréttindum ef börn eru hindruđ í ađ taka ţátt í jólaundirbúningi skólasystkina sinna. Mannréttindaráđ Reykjavíkur ćtti frekar ađ rannsaka hvort slíkt eigi sér stađ í einhverjum tilfellum. Hitt er svo allt annar handleggur ađ vel má hugsa sér ađ endurskođa núverandi samband ríkis og kirkju á komandi stjórnlagaţingi.

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband