Hið einkavædda ríki

Fyrir dyrum standa kosningar til stjórnlagaþings. Hlutverk þess er að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland í stað þeirrar stjórnarskrár sem Danakonungur færði þegnum sínum 1849 og síðar Íslendingum þýdda og staðfærða árið 1874 en þessi stjórnarskrá gildir enn á Íslandi í grundvallaratriðum. Margir hafa sagt að hún hafi dugað okkur býsna vel og sem slík eigi hún ekki neinn þátt í hruninu. Þetta er þó ekki alls kosta rétt, stjórnarskrá okkar hefur stuðlað að afar miðstýrðu og samþjöppuðu valdi þar sem þrígreining ríkisvaldsins hefur eiginlega þurrkast út og eftir situr framkvæmdavald sem eiginlega öllu stýrir. Í ofan á lag þá hefur þessu framkvæmdavaldi verið lengt og ljóst stjórnað með hagsmuni útvaldra fyrirtækja í huga. Þá þróun má rekja langt aftur í tímann, jafnvel allt til heimastjórnartímans. Afleiðingin er sú að við sitjum uppi með ríkisvald sem er eiginlega einkavætt. Þetta sást auðvitað glögglega þegar fyrirbærin sem nefnd voru kolkrabbinn og smokkfiskurinn stjórnuðu því sem stjórna var hægt í landinu. Enn eimir nokkuð eftir af samanber það að ákveðnar ættir hafa allt að því áskrift af ráðherrastólum. Ein ljósasta birtingarmynd þessa einkavædda ríkis er kvótakerfið. Þar sem útgerðarmenn fengu ókeypis úthlutað aðgangi af höfuð auðlind okkar og síðar einni réttinn til þess að höndla með hana. Kvótakerfið er nú búið að valda því að útgerðin er í raun komin í eigu bankanna. En einnig má benda á það að kvótakerfið brýtur í raun öll lögmál pólitískrar hagfræði. Kvótinn er ávísun á væntingar en ekki raunveruleg verðmæti en sem kunnugt er þá eru peningar ekkert annað en ávísun á verðmæti. Eitt brýnasta verkefnið við endurskoðun stjórnarskráarinnar hlýtur að verða að færa ríkið aftur til þjóðarinnar og festa í stjórnarskrá algjört bann við varanlegu framsali á afnotum af auðlindum til einkaaðila.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband