Margskonar skuldavandi

Það heyrist varla nokkurt orð annað í þjóðfélaginu núna en skuldir. Menn tala um skuldir einstaklinga, fyrirtækja og oftast heimila. Sem er mjög athyglisvert, það eru ekki einstaklingarnir heldur einhver óskilgreind heimili. Varla hefur nú heimilið sjálft stofnað til þessara skulda enda þær oft á tíðum eiginlega ekki til komnar vegna heimilarekstrar beinlínis. Í mörgum tilvikum voru það forsvarsmenn heimilanna sem skuldbreyttu íbúðalánum þegar bankarnir buðu þeim nýju lánin á lágum vöxtum og notuðu mismunun í ýmiskonar neyslu. Nægir í því sambandi að nefna bara jeppana flatskjáina, vélsleðana og annað það dót sem klikkuðu karlmennirnir viðuðu að sér. Allir lifðu hátt og blessuð krónan var líka í hæðstu hæðum þangað til auðvitað allt sprakk, krónan sökk til botns og verðtryggingin sem allir voru búnir að gleyma fóru í gang. Auk þess sem gengisbundnu lánin sem enginn hafði hugmynd um að voru í raun ólögleg tóku stökk. Verðtryggingin svo og blessuð krónan okkar sem allir sögðu að hefðu bjargað okkur í kreppunni eru í raun búnar að ganga að dauðri hinni heilögu séreignastefnu Íslendinga í húsnæðismálum dauðri. Megnið af því húsnæði sem til er í landinu getur innan nokkurra mánaða verið að mestu komið í eigu bankanna og þetta húsnæði er auðvitað verðlaust. Manni sýnist aðeins ein raunhæf lausn á þessu og hún er að allt þetta húsnæði verði þjóðnýtt og sett á stofn leigufélög sem leigir fólki þetta húsnæði á vægu verði. Að gefa allar skuldir upp er líklega ekki ráðlegt vegna þess að við það hverfa þær ekki heldur lenda á skattborgurum með einum eða öðrum hætti. Það verða þá kannski ekki bara sjúkrahúsin sem hverfa af landsbyggðinni heldur jafnvel skólarnir líka.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband