Heiðbláa heimastjórnin

Maður nefndur Ingvi Hrafn Jónsson. Maður þessi hefur ýmislegt sýslað um ævina en að undanförnu hefur hann rekið sjónvarpsstöð. Einhverra hluta vegna þá virðist útvarpsfréttanefnd ekki mikið skoðað stöð þessa frekar heldur en hina sannkristnu Ómega sem báðar eiga það sameiginlegt að halda uppi mjög svo einsleitum árróðri. Eitt af því sem á dagskrá þessarar ágætu Ingva Hrafns er einkennileg óskhyggja, svokölluð heimastjórn sem er einstaklega heiðblá skipuð sjálfstæðis mönnum sem eru ekki bara venjulegir sjálfstæðismenn heldur ennþá sjálfstæðari. Með kvótakerfinu, móti Evrópusambandinu, með frjálshyggju, móti frelsi. Eitt kvöldið nú nýverið byrjaði heimastjórnin fund sinn með löngum kjaftavaðli forsætisráðherrans sem endaði í hans venjubundna geðveikislega hlátri. á þessum fundi var gestur eða hvort hún var ráðherra ólöf nokkur Norðdal en hún er sem kunnugt er dóttir Jóhannesar verðbólgupabba Norðdal og gift forstjóra álversins á Reyðarfirði sem reyndar af einhverri undarlegri ástæðu situr í Reykjavík. Var ólöf þessi hér áður þingmaður Norð-Austur kjördæmis en yfirgaf það fyrir kjörkallana syðra en sýndi í þessum þætti vanþakklæti sitt gagnvart íbúum Norð-Austurlands með því að gagnrýna aðild lífeyrissjóðanna að gerð Vaðlaheiðarganga sem hún sagði ekki sérlega arðsama vegna lítillar umferðar. Konugreyið ætti þarna að gæta orða sinna sem fyrr segir þá má eiginlega líta svo á að hún sé á lúxusframfæri íbúa Norð-Austur kjördæmis og aldrei að vita hvenær þeim verður nóg um og óska eftir að fá forstjóra sem situr í kjördæminu og ekki er tengdur Sjálfstæðisflokknum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband