Spauglausi Palli

Lok, lok og læs og allt úr stáli. Það er ekki lokað fyrir Páli eins og segir í texta ómars heldur er það Páll sem lokar spaugstofunni og segir lok, lok og læs. í framhjáhlaupi læsir hann líka handboltalandsliðið inni hjá einkastöð. Nú er þetta ekki fyrsta skiptið sem Palli reitir skrautfjaðrirnar af Ríkisútvarpinu sínu nema hvað hérna er gengið nokkuð lengra en oft áður. Þó að ástæðan sé alltaf sú sama: Niðurskurður og sparnaður. Þó sýnist manni aldrei vera þarna um neinn sparnað eða aðhald í rekstri að ræða. Menn halda við stórri og allt of dýrri byggingu sem reyndar samgönguráðherrann okkar sagði að best væri að gera að löggustöð. Menn halda þarna fullt af starfsliði sem gerir lítið eða ekkert og halda uppi hefðum sem eru bara kostnaður. Það má vel vera að blessuð spaugstofan sé orðin þreytt, samt er það nú svo að hún hefur meiri áhorf en nokkuð annað sjónvarpsefni á íslandi. En hún fer líka í taugarnar á mörgum og þó hún sé með dýrasta sjónvarpsefni þá kvað hún afla auglýsingatekna sem um munar og þar að auki er hún víst kostuð. En kostun af ýmsu tagi er orðin ær og kýr þessara manna. Það má ekki svo setja góða bíómynd á skjáinn á laugardagskvöldi að ekki komi merki einhverrar hamborgarabúllu, sportvöruframleiðanda eða snyrtivöru á undan myndinni. Að ekki sé talað um þetta hörmulega Reykjavíkurdekur sem lýsir sér í þessum eilífa framburði á hvers konar viðburðum þarna í borginni og landsbyggðin er auðvitað aðeins reikin af rettunum. Það vantar líka alla skilgreiningu á því hvað er almannaþjónusta þannig finnst manni að það sé skýrlaus krafa að við fáum að sjá landsliðin okkar leika en það þýðir ekki að þurfi að kaupa heil íþróttamót frá A-Ö. Sú krafa er auðvitað sjálfsögð að þessi gamaldags atvinnurekandi sem stjórnar stöð 2 beitir sér fyrir því að leikir íslenska handboltalandsliðsins verði opnir. Við íslendingar höfum ekki efni á að vera með samkeppni á okkar litla fjölmiðlamarkaði. Heiðarleg samvinna í samkeppninni er það sem koma verður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband