8.7.2010 | 21:27
Deilt við dómarann
Nú er nýr farsi kominn á sviðið í stjórnamálaleikhúsinu okkar. Þessi farsi fjallar um svo kölluð gengistryggð lán, lán sem bankarnir otuðu að fólki á góðæristímanum með lágum vöxtum og tryggð, ekki með framfærsluvísitölu eins og önnur lán heldur í gengi gjaldmiðla en krónan var þá í hæstu hæðum og flest benti til þess að þar yrði hún um ókomin ár. Auðvitað gerðist það ekki, bankakerfið hrundi og þar með krónan og gengisbundnu lánin tóku auðvitað kipp upp á við. Þá uppgötvuðu menn allt í einu að ef til vill væru þessi lán ólögleg og hefðu verið í um áratug og enginn hafði sagt neitt. Jafnvel ekki vitað neitt en semsagt hæstiréttur dæmdi þessi lán ólögleg þannig að mikil vá var nú fyrir dyrunum. Stjórnvöld gripu til þess óendisúrræðis að fara að deila við dómarann, hunsa það sem hann hafði sagt og gefa skít í dóminn, brjótandi allar reglur og jafnvel stjórnarskránna. Reyndar er stjórnvöldum ekki alveg lágandi þetta því ef fjármálakerfið þarf að bera allan kostnaðinn kann honum að verða velt beint yfir á almenning með því að hætta tekjuskatt, virðisaukaskatt auk þess sem enn yrði hert á niðurskurðinum. En í öllu falli þá er þetta undarlega mál búið að koma þjónni í bobba sem erfitt er að sjá hvernig hún getur leyst sig úr án þess að einhverjir verði að borga brúsann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.