HM æði

Mikið æði hefur gripið heimsbyggðina, menn eru að sparka bolta í Suður-Afríku og heimsbyggðin situr eins og límd fyrir framan sjónvarpið, 850 milljónir í senn að talið er. Líka hér upp á litla Íslandi sitja menn heima eða á kaffihúsum með ölglas fyrir framan sig og horfa á dýrðina. Mörg óvænt úrslit hafa orðið, góð lið hafa valdið vonbrigðum og vond lið hafa blómstrað. Það hljómar kaldhæðnislega að það lið sem fram að þessu hefur staðið sig hvað best hefur fyrir þjálfara alræmda fyllibyttu og kókaínfíkil. Segjum svo að íþróttir og fíkniefni eigi ekki saman. En HM hefur ýmsar hliðar keypti okkar ástsæla Ríkisútvarp sýningarréttinn þó það væri á kúpunni. Það var sama þó þeir leggja niður svæðisútvörpin, skera fréttastöðina inn að beini og gera sjónvarpið að nánast videoleigu, þjóðin skildi sko að fá að sjá HM. En nú er þannig málum háttað, að þetta er eina opna sjónvarpsstöðin sem eitthvað kveður af í landinu og svo mörgum öðru verður að fórna til að koma öllum boltanum fyrir og mælist þetta ekkert of vel fyrir t.d. hjá mörgu eldra fólki hefur heyrst að álag á starfsfólk elliheimila hafi aukist af þessum sökum. Spyrja verður sig hvort sjónvarpsstöð sem hefur svo takmarkaða útsendingargetu, geti leyft sér að kaupa svo viðamikinn pakka sem HM er og í ljósi fjárhagstöðu þess er spurning hvort ekki hefði verið viturlegast að selja útsendingarrétt sinn nema ef til vill af úrslitaleikjum. Það er mjög hæpið að vera að krefjast þess að allir, þar á meðal efnalitlir öryrkjar greiði fyrir þessa þjónustu sem fyrst og fremst virðist felast í því að veita einkastöðvum niðurgreidda samkeppni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband