23.6.2010 | 19:10
Enn af steinsteypuhjarta
Fyrir skömmu var fjallað á þessum vettvangi um steinsteypuhjarta það sem þjóðin ber. Hér skal enn nokkru bætt við enda hef ég fengið smávegis upplýsingar. Fyrir það fyrsta bárust á dögunum fréttir af því að stofnun á vegum Vigdísar, okkar ástsæla fyrrum forseta hygðist byggja hús upp á rúman milljarð undir tungumálin. Nú spyr maður sig, hvern fjandann bætir það að byggja eina milljarðar byggingu í Reykjavík. Fyrir þennan milljarð hefði mátt stofna sjóð til eflingar tungumálakennslu, til að efla menningarsamskipti, til að senda nemendur í sumarskóla og reka jafnvel slíkan sumarskóla hér á landi til að mynda hér á Akureyri en svoleiðis skólar eru víða reknir erlendis í ferðamannabæjum. Þá eru hér enn nýjar upplýsingar um fölsku Hörpuna við Reykjavíkurhöfn. Haft er eftir starfsmanni sem vinnur þar að bruðlið sé yfirgengilegt. Sem dæmi nefndi hann að flísarnar í húsinu kostuðu ekki 50 þúsund heldur 50 þúsund hver flís. Maður spyr sig, á að slá þarna við gullklósettinu sem Sóley Pétursdóttir lét á sínum tíma byggja í dómsmálaráðuneytinu. Reyndar hefur komið í ljós að engir peningar eru til svo koma megi hörpunni í gang eða yfirhöfuð ljúka henni. Þarna er komið dæmi sem er enn stærra en offjárfestingin sem að á sínum tíma var kílið fræga í Öskjuhlíðinni sem kallað er Perlan og er núna orðin að einu allsherjar markaðstorgi fyrir hverslags rusl, gamlar plötur og videospólur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.