23.6.2010 | 18:28
Ríkið og Kirkjan
Þann 27. júní næstkomandi ganga í gildi lög sem gera einhjúskaparlög fyrir alla einstaklinga án tillits til kynhneigðar eða kynhegðunar. Munu þá prestar meðal annars þjóðkirkjunnar fá heimild en verða þó eigi skyldir til að vígja samkynhneigð pör. Þessi mál hafa undanfarin ár valdið hatrömmum deilum innan þjóðkirkjunnar og er sjálfsagt ekki enn gróið um heyrt milli manna. En nú vaknar spurningin hvort það sé rétt að vera með einhverja sérstaka ríkiskirkju eða þjóðkirkju. Sú kirkja sem samkvæmt stjórnarskrá okkar er þjóðkirkja Íslendinga er að ákvæðu meiði Lúterskrar trúar sem uppruninn er í Þýskalandi og orðið hefur ofan á, á Norðurlöndum. Til þess liggja ýmsar sögulegar ástæður að þessi ákveðna grein Lúterstrúar hefur orðið ofan á, á Norðurlöndum þó hún sé í rauninni ekki svo stór innan lúterskunnar sem heildar. Í fjölhyggju þjóðfélagi nútímans hlýtur sú spurning að vakna hvort endilega þessi tegund kristni sé eitthvað réttari en aðrar tegundir hennar. Jú meirihluti landsmanna aðhyllist hana í orði án þess þó að vita hvað hana aðhyllist. En t.d. í Frakklandi eru 80% þjóðarinnar rómversk kaþólskir en er þó kaþólska kirkjan ekki ríkiskirkja, sumpart vegna arfleifðar byltingarinnar. Við hljótum því að spyrja okkur hvaða rök ýja að því að hygla svona ákveðið einni kirkjudeild. Einhverjir benda á alla menninguna sem kristnin hefur fært þjóðinni en þessi menning er bara ekkert frekar útlensk. Það var kaþólska kirkjan sem stuðlaði svo mjög að menningu Íslendinga á liðnum öldum og núna á tímum hins mikla aðhalds og sparnaðar er það spurning hvort þjóðin hefur efni á að halda öllu þessu dýra batteríi uppi sem kirkjan er. Hvort hinir trúuðu verði ekki að taka þann hlut yfir af sinni eigin hugsjón. Er hægt meðan skólar, sjúkrahús, öryrkjar, aldraðir og aðrir líða fyrir skerðingu og samdrátt að haldið sé uppi vellaunaðri prestastétt á kostnað skattborgara og reistar séu háar og dýrar byggingar þar sem nokkrir menn geta komið saman og hræsnað frammi fyrir almættinum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.