Steinsteipa í hjartastað

Hér á árum áður var sungið um syngjandi sjálfstæðishetjur með saltfisk í hjartastað. Sennilega eru sjálfstæðishetjurnar hættar að syngja að minnsta kosti er ekki lengur saltfiskur í hjartastað þeirra heldur steinsteypa. Það þarf ekki að taka fram að landið okkar er á kúpunni og menn eru einhverstaðar úti í horni að pukrast með að selja auðlindi þess til útlanda. Ef að útlönd eiga þær þá ekki þegar. En þó að landið sé á kúpunni þá er steinsteypan komin í hjartastað sjálfstæðishetjanna. Milli þess sem menn keppast við á síðustu dögum þingsins að rumpa af allskonar dellu sem þeir kalla lög frá Alþingi keppast þeir við að fara með lofgjörð um nýjasta steinsteypu báknið. Landspítalann mikla og fagra sem gnæfa á hátt yfir hringbrautina og dýrðin á að kosta 53 milljarða. En hvað eru svo sem 53 milljarðar milli vina. Þetta eru bara tölurnar sem menn voru að leika sér af að ræna úr bönkunum um daginn og flytja út á Tortólu eða annað. Reyndar er viðbúið að þessi bygging endi frekar í 530 milljörðum heldur en 53 en það er önnur saga. Þessi steinsteypu árátta íslenskra stjórnmálamanna er svo sem ekkert ný. Við sjáum vitleysuna út um alla Reykjavík. Seðlabankinn, Útvarpshúsið, Hæstiréttur og við getum enn haldið áfram. Þessi kynstur af arðlausri steinsteypu. Síðasta dæmið, Tónlistarhöllin sem átti líka að verða ráðstefnumiðstöð en reynist svo dýr að enginn hefur efni á að halda þar ráðstefnur og manni finnst blóðugt að hugsa um 53 milljarðana í nýja Landspítalanum. Hvílíka hluti mætti endurbæta og lappa upp á núverandi fjársvelt heilbrigðiskerfi. Koma mætti upp stöndugum, vel búnum heilbrigðismiðstöðvum í öllum landshlutum og öryggisneti ef bráðavanda ber að höndum. Þá mætti hækka verulega laun þess fólks sem í heilbrigðisgeiranum starfar. En nei, eins og menn fyrir nokkrum árum grenjuðu út nýtt og fínt Útvarpshús sem núna hýsir að mestu afkastamestu plötuspilara landsins, þá skal nú reisa fínasta landsspítala í heimi meðan sjúklingar deyja vegna langra biðlista eftir hjartaaðgerð.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband