Tíðindalaust á landsbyggðinni

Sveitastjórnarkosningar eru á næsta leiti og að undanförnu hefur verið svolítið gaman að hlutsta á umfjöllun Rásar 2 um hin ýmsustu krummaskuð á landinu, allt frá Reykjavík til Reiðarfjarðar. Það er kærkomin tilbreyting að heyra umfjöllun um málefni fleiri byggða en Reykjavíkur á þessari Rás allra landsmanna sem hefur verið svo ótrúlega heimóttarleg og þröngsýn eftir að svæðisútvörpunum var slátrað. En það sem athygli vekur við þessa umfjöllun er það hversu ótrúlega tilefna lítil hún er. Helstu tíðindin eru yfirleitt þau að oftast sé allstaðar ríkjandi dofi og áhugaleysi um komandi kosningar. Hin hefðbundna hersing skólastjórans, sóknarprestsins og útgerðarmannsins mæta fyrir framan hljóðnemann og segja að eigilega sé allt í sómanum að vísu vanti peninga í þetta verkefni eða hitt og allir verða að skera niður. Allstaðar er ríkjandi metnaðarleysi og kæruleysi. Einstaka kvart heyrist þó eins og t.d. Patreksfirðingurinn sem þótti of mikið lagt í samgöngur með Ísafjörð þegar mest alla þjónustu þyrfti að sækja til Reykjavíkur. Það er ekki von þó að landsbyggðinni blæði ef hún hefur ekki metnað til þess að ráða sjálf málum sínum heldur fela þau öll einhverjum fulltrúum sínum fyrir sunnan og væða út fína vegi svo ódýrara verði að flytjast af heimaslóðunum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband