Lýðræði til sölu

Eitt af því sem nokkuð hefur verið í umræðunni í tengslum við hrunið eru hin miklu framlög sem einstakir flokkar og stjórnmálamenn þágu frá bönkum og öðrum fjármálastofnunum til að standast straum á kosningabaráttu og prófkjörum. Námu upphæðir þessara framlaga á stundum þó nokkrum milljónum og verður ekki hjá því komist að hugleiða hvort þarna getur verið um einhverskonar mútur að ræða. Að lýðræðið hafi þarna verið til sölu til ágóða fyrir einhvern málstað eða einhverjar athafnir. Þeir sem þarna keyptu lýðræði gerðu það gjarnan til að ná fram einhverjum hagsmunum, fjárhagslegum eða praktískum t.d. í skipulagsmálum sveitafélaga og seljendur lýðræðis gerðu það til að standa straum að alls konar kostnaði til að mynda auglýsingum,kynningum, veisluhöldum og margskonar annarri kynningarstarfsemi. Þannig græddu báðir en vitað skuld bauð þetta upp á deigvænlega spillingu. Þingmenn og sveitastjórnarmenn hafa í sí auknum mæli orðið ekkert annað en handbendi hinna eða þessara þrýstihópa og þar af leiðandi ekki getað né heldur viljað beita sér í umvoðum. Nokkuð hefur verið rætt um prófkjörin í þessu sambandi en í því sambandi gleymist oft að prófkjörin voru í upphafi stórt framfaraskref fyrir tíma þeirra voru það yfirleitt fámenn flokkseigendafélög sem röðuðu á framboðslistana og urðu þeir oft á tíðum lítið annað en samsafn fulltrúa ráðandi þrýstihópa á hverjum stað. Menn tóku því prófkjörunum fagnandi í upphafi en valdaklíkurnar lögðu fljótt að notfæra sér þau til að planta þar fulltrúum sínum og gera efnalitlu fólki ókleift að taka þátt. Afleiðingin er sú að menn þurfa nú líkt og í Bandaríkjunum að vera annað hvort sterkefnaðir sjálfir eða bornir á vængjum hér af einhverjum fjársterkum sérhagsmunum til að komast áfram í Pólitík. Hérna urðu þessir þrýstihópar svo sterkir að þeir nánast þurrkuðu burt ríkisvaldið og köstuðu lýðveldinu fram af hengifluginu. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband