Iðrun og Yfirbót

Það er mikið í tísku núna að gera iðrun og yfirbót. Hver stjórnmálamaðurinn eftir annan stígur grátandi í ræðupúltið og lítur yfir hvílík mistök hann hafi gert og hversu sinnulaus hann hafi verið. Margir segja af sér tímabundið að vísu enda liggur ábyrgðin sko ekki hjá mér heldur hjá hinum og allra síst hjá elsku flokknum mínum sem að vísu var ef til vill svolítið svolítið grandalaus og vissulega er flokknum nokkur vorkunn. Það gerðist nefnilega svo margt sem flokkurinn vissi ekki af, t.d. má nefna það þegar leiðtogar flokkanna gáfu eigur almennings nokkrum vinum sínum og flokksbræðrum án þess að spyrja kóng eða prest. Samt dönsuðu menn með og segja má að öll þjóðin hafi að vissu leiti tekið sporið með á tímabili, horfandi á fyrirmennin þá Elton John til að skemmta í afmælinu sínu eða borða gullflögur í útlöndum. Krakkarnir fengu jú að kaupa flatskjái og fína jeppa eins og þá listi. Ekki þarf að orðlengja að veislunni lauk með brauki og bramli, útúr fullir gestirnir búnir að eyðileggja veislusalinn en menn eru fljótir að gleyma. Besti reifari Íslandsögunnar var nýkominn út þegar náttúruöflin tóku að minna á sig. Skýrslan gleymdist fljótt og öll athyglin beindist að gosinu. Fólkið gerði sér allt í einu ljóst að við búum á mörkum hins byggilega heims þar sem það eru ekki bankastjórar og ráðherrar sem hafa síðasta orðið heldur eldfjöllin sem kúra undir drifhvítum jöklum tilbúin að smyrja eldi og einyrju lokandi fyrir allt flug og truflandi matvælaframleiðslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband