Meðvirkni

Skýrslan góða hefur eðlilega valdið hneykslum og reiði alls almennings í landinu. Þó verður að gera þar svolitla athugasemd. Staðreyndin er nefnilega sú að þjóðin með forseta Íslands í broddi fylkingar var ótrúlega meðvirk. Uppfullir af þjóðrembu hreyktu Íslendingar sér af því hversu miklu betri og klárari við værum en aðrir. Maður lætur hugann ósjálfrátt reika til Þýskalands fjórða áratugarins. Það var ekki nóg að Íslendingar ættu fegurstu konurnar, sterkustu mennina og besta vatnið heldur áttum við auðvitað banka sem voru öllum bönkum fremri og allir vildu fetja í fótspor ofurlauna mannanna. Menn þurftu að eignast fínni jeppa og stærri flatskjá heldur en fúll á móti og menn horfðu við öfund og afbrýði á stórlaxana sem fengu Elton John til að spila í sextugs afmælinu eða leigðu fínustu tónlistarhöll í London undir Stuðmenn, snæðandi gullið risotto áður en þeir lögðust brennivínsdauðir á tröppur Scala óperunnar í Mílanó. Fólk trúði eins og Biblíunni, innantómu orðagjálfri auðstéttarinnar hversu dýrðlegt það væri að eiga bankabréf hér og hlutabréf þar, að byggja kringlur og smárarindil en að byggja vegi og brýr, hversu miklu meira virði það væri að byggja fullkomnasta glerkúpul heims en að framleiða bestu matvæli í heimi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband