Blóðbað á fréttastofunni

Það hefur mikið blóðbað átt sér stað á fréttastofu Rúv þessa síðustu daga. Einhvernvegin þá rakst þangað myndband sem tekið var upp í Írak fyrir tveim til þrem árum sem sýnir Bandaríska dáta í sýnum venjulega kúrekaleik á götum Bagdad borgar. Það er að segja, skjóta fyrst og spyrja síðan. Aumingja dátarnir hljóta að hafa verið slegnir einhverri meiriháttar blindu þegar þeir fóru að freta þarna af vélbyssum sínum á sauðmeinlaust fólk, þar á meðal börn. Haldandi þetta fólk vera hryðjuverkamenn. Í fyrstu þá hafði maður svolitlar efasemdir um það að ríkisútvarpið væri að blanda sér í þetta, jafnvel til að hressa upp á laskaða ímynd eftir niðurskurðinn á dögunum. En fljótlega var þó svo hugsi nú ofan á, að þetta væri einmitt hlutverk Ríkisútvarpsins að afhjúpa þarna svívirðilega glæpi gegn mannkyni. Ekki síst í ljósi þeirrar staðreyndar að við Íslendingar berum þarna nokkra siðferðilega ábyrgð útaf yndileik þeirra Halldórs og Davíðs. Auk þess sem okkur ber til þess siðferðisleg skylda til að tala ávallt röddum frelsis og mannréttinda. Í þessu sambandi rifjast það upp þegar fyrir allmörgum árum handlangarar Sjálfstæðisflokksins í stjórn Ríkisútvarpsins stöðvuðu birtingu heimildamyndar um það þegar prinsessa í Sádí Arabíu var grýtt til bana fyrir hórdóm allt vegna þess að Kolkrabbaflugfélagið þrýsti á vegna viðskiptahagsmuna í Sádí Arabíu. Framtak þeirra Kristins Hrafns og Birgittu er því lofsvert framtak. Það má aldrei aftur henda að viðskiptahagsmunir kæfi rödd frelsis og mannréttinda.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband