3.3.2010 | 17:05
Skjálfandi Varðskip
Stöðugt berast nýjar fréttir af náttúruhamförum í heiminum. Pakistan, Kína, Haiti og nú sídast Chile. Landið langa og mjóa í Suður-Ameríku. Þetta land hefur ekki verið mikið í fréttum að undanförnu en nú beinast þangað öll augu, enda varð þar jardskálfti einna stærstur sem ordid hefur. Menn vakna upp við vondan draum, uppúr dúrnum kemur að þónokkur fjöldi Íslendinga eru staddir þarna og margir í tengslum við smíði á skipum fyrir íslenska flotann. Því var nefnilega þannig varið að á góðæristímanum þóttumst við allt of fínir til að vera að smíða skipin okkar sjálfir. Heldur skildi þad verk falið lálaunaliðnum í þróunarlöndum latnesku Ameríku. Meðal skipa þeirra sem þarna eru í smíðum er verðandi flaggskip íslensku landhelgisgæslunnar Þór. Það skemmst frá því að segja að skipasmídastödin er nú þvínær óstarfshæf, vardskipid skemmt og einhver skip þarna hurfu víst á haf út. Nú segja forráðamenn skipasmídastödvarinnar vera tryggðir en líklegt er að Íslendingar eigi eftir að verða fyrir umtalsverðu tjóni vegna kostnaðar og óþæginda af viðbættum töfum. Að manni læðist sá grunur að líklega hefði verið farsælast eins og hugmyndir voru uppi um að smíða þó bara í Slippnum okkar á Akureyri líklega hefði kostnaðurinn ordid minni. Það kann ekki góðu upp að stýra að fara að asnast til að smíða skip á stað þar sem harðir jarðskjálftar verða reglulega á þetta 30-40 ára fresti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.