10.2.2010 | 17:13
Rafrænir Davíðssálmar
Hafin er útgáfa á sérstökum rafrænum úrdrætti úr Mogganum þar sem eru aðsendar greinar og einnig hinn óvinsæli boðskapur, sjálfir Davíðssálmarnir. Lesa má þetta efni með aðstoð talgervils og í fyrradag, mánudaginn 8.febrúar voru sálmarnir einkar Davíðskir.Við þann fyrri var leikið þetta löngu útslitna lag um vondu karlana hjá Baugi sem búnir eru að stela milljörðum. Hins vegar minntist hann ekki orði á Ólaf Ólafsson, hann sem vann sér það til frægðar að fá Elton John til að syngja fyrir sig tvö lög í afmælisveislu sinni. Hvaðvíst kostnaðurinn hafi verið 70 milljónir. Einnig vann hann sér það til ágætis að töfra fram arabahöfðingja einn til að redda syndarviðskiptum því enginn veit hvort þessi arabi sé til eða ekki. Annar sálmur var um prófkjör eda forvar vinstri grænna á Akureyri. Þar var sett fram nokkuð langsótt kenning þess efnis að núverandi bæjarfulltrúi hafi verið í prófkjörinu niður í 3. sæti sakir óhlýðni við Steingrím J. Þessi kenning hljómar frekar ólíklega. Ég held að bæjarbúar Akureyrar lýti mjög jákvætt á Baldvin og hugsi ekkert um afstöðu hans við Steingrím. Nema menn vilji bara að hann einbeiti sér að því að afgreiða á flugvallarbarnum, farþegum til mikils gamans og ánægju.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.