Færsluflokkur: Trúmál
31.8.2010 | 16:31
Biskupar og Barnaníðingar
Vor ástkæra þjóðkirkja er nú skekin af sviptivindum, ólgu og deilna. Gömul sál er hífð upp og vessarnir vella uppúr ógrónum kýlum fortíðar. Komið er í ljós að ekki hafi allar sakir verið gerðar upp og sýkingin innan kirkjunnar hefur jafnvel leitað út í þjóðfélagið. Enda staðreynd að sterkir þræðir hafa löngum legið milli kirkjunnar og hinnar hefðbundnu yfirstéttar þjóðfélagsins. Tilfinninga- og hagsmunatengd. Menn spyrja sig hvernig þetta getur gerst að meintur barnaníðingur skuli hafa verið kjörinn biskup og reyndar notið mikillar virðingar sem slíkur. Við höfum undanfarna mánuði hlustað með hryllingi á fréttir utan úr heimi um voðaverk klerka innan kaþólsku kirkjunnar en að þetta skuli gerast innan okkar hreinu og fögru Lútersku kirkju eiga menn erfitt með að skilja. í rauninni er það ekki hinn látni biskup sem hér ber þunga sök. Hann var í rauninni sjúklingur og viðurkenndi það, þó svo deila megi um það hvort hann hefði ekki mátt sýna það í verki með því að stíga til hliðar. Öllu verra er hið hrikalega samsæri þagnarinnar sem bæði lærðir menn og leikir eiga aðild að. í þessu þagnasamsæri tóku þátt aðilar sem flestir álíta vammlausa, menn á borð við Pálma Matthíasson og Hjálmar Jónsson einnig stjórnmálamenn til að mynda Davíð Oddson. Um hlutverk núverandi biskups í þessu er erfitt að segja þó hefur maður einhvernvegin á tilfinningunni að best væri fyrir orðstír hans sjálfs að hann stígi til hliðar þannig að kirkjan geti aftur horfst í augu við þjóðina með hreint borð. Hitt bíður svo stjórnlagaþings að ákveða hvort ekki sé rétt að afnema sérréttindi þessarar evangelísk Lúterskrar kirkju sem Danir á sínum tíma þröngvuðu upp á íslendinga með því að drepa forvígismenn okkar þáverandi þjóðlegu kirkju.
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)