Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hið einkavædda ríki

Fyrir dyrum standa kosningar til stjórnlagaþings. Hlutverk þess er að semja nýja stjórnarskrá fyrir lýðveldið Ísland í stað þeirrar stjórnarskrár sem Danakonungur færði þegnum sínum 1849 og síðar Íslendingum þýdda og staðfærða árið 1874 en þessi stjórnarskrá gildir enn á Íslandi í grundvallaratriðum. Margir hafa sagt að hún hafi dugað okkur býsna vel og sem slík eigi hún ekki neinn þátt í hruninu. Þetta er þó ekki alls kosta rétt, stjórnarskrá okkar hefur stuðlað að afar miðstýrðu og samþjöppuðu valdi þar sem þrígreining ríkisvaldsins hefur eiginlega þurrkast út og eftir situr framkvæmdavald sem eiginlega öllu stýrir. Í ofan á lag þá hefur þessu framkvæmdavaldi verið lengt og ljóst stjórnað með hagsmuni útvaldra fyrirtækja í huga. Þá þróun má rekja langt aftur í tímann, jafnvel allt til heimastjórnartímans. Afleiðingin er sú að við sitjum uppi með ríkisvald sem er eiginlega einkavætt. Þetta sást auðvitað glögglega þegar fyrirbærin sem nefnd voru kolkrabbinn og smokkfiskurinn stjórnuðu því sem stjórna var hægt í landinu. Enn eimir nokkuð eftir af samanber það að ákveðnar ættir hafa allt að því áskrift af ráðherrastólum. Ein ljósasta birtingarmynd þessa einkavædda ríkis er kvótakerfið. Þar sem útgerðarmenn fengu ókeypis úthlutað aðgangi af höfuð auðlind okkar og síðar einni réttinn til þess að höndla með hana. Kvótakerfið er nú búið að valda því að útgerðin er í raun komin í eigu bankanna. En einnig má benda á það að kvótakerfið brýtur í raun öll lögmál pólitískrar hagfræði. Kvótinn er ávísun á væntingar en ekki raunveruleg verðmæti en sem kunnugt er þá eru peningar ekkert annað en ávísun á verðmæti. Eitt brýnasta verkefnið við endurskoðun stjórnarskráarinnar hlýtur að verða að færa ríkið aftur til þjóðarinnar og festa í stjórnarskrá algjört bann við varanlegu framsali á afnotum af auðlindum til einkaaðila.

Rafrænir Davíðssálmar


Hafin er útgáfa á sérstökum rafrænum úrdrætti úr Mogganum þar sem eru aðsendar greinar og einnig hinn óvinsæli boðskapur, sjálfir Davíðssálmarnir. Lesa má þetta efni með aðstoð talgervils og í fyrradag, mánudaginn 8.febrúar voru sálmarnir einkar Davíðskir.Við þann fyrri var leikið þetta löngu útslitna lag um vondu karlana hjá Baugi sem búnir eru að stela milljörðum. Hins vegar minntist hann ekki orði á Ólaf Ólafsson, hann sem vann sér það til frægðar að fá Elton John til að syngja fyrir sig tvö lög í afmælisveislu sinni. Hvaðvíst kostnaðurinn hafi verið 70 milljónir. Einnig vann hann sér það til ágætis að töfra fram arabahöfðingja einn til að redda syndarviðskiptum því enginn veit hvort þessi arabi sé til eða ekki. Annar sálmur var um prófkjör eda forvar vinstri grænna á Akureyri. Þar var sett fram nokkuð langsótt kenning þess efnis að núverandi bæjarfulltrúi hafi verið í prófkjörinu niður í 3. sæti sakir óhlýðni við Steingrím J. Þessi kenning hljómar frekar ólíklega. Ég held að bæjarbúar Akureyrar lýti mjög jákvætt á Baldvin og hugsi ekkert um afstöðu hans við Steingrím. Nema menn vilji bara að hann einbeiti sér að því að afgreiða á flugvallarbarnum, farþegum til mikils gamans og ánægju.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband