Þversagnir.

Segja má að lýðveldi Íslands sé ein allsherjar þversögn. Við erum sögð þriðja hamingjusamasta þjóð í heimi en eigum samt líklega heimsmet í hverskyns barlómi.  Við tölum um að gengið sé of hátt skráð og að þjóðin hafi það of gott, en svo þegar gengið lækkar fara allir að kveina og kvarta undan verðbólgunni því auðvitað fjölgar ekki krónunum í launaumslaginu þó að þær lækki í verði.  Þetta hugsar fólk ekki útí.  Við höldum áfram rússibanareið okkar þó allir vilji ná fram stöðugleika.  Auðvitað allir nema ég.  Meðan ég græði á óstöðugleikanum þá má óstöðugleikinn vera fyrir mér.  Við kvörtum yfir of mörgum ferðamönnum en viljum samt ekki að þeim fækki og förum að grenja þegar á að skattleggja ferðaþjónustuna eins og aðrar atvinnugreinar.  Það er talað um hin og þessi vandamál, hvað þau eru að sliga þjóðina en auðvitað er ekkert hugað að orsökum. Það dugir ekki að lækna krabbamein með því að gefa verkjalyf við magaverkjum, þau deyfa magaverkinn en taka ekki burt krabbameinið.  Í dag erum við á toppi rússibanans en dýfan bíður hugsanlega eftir sveitastjórnakosningar 2019.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband