Flugvallasápa.

Enn heldur þessi sápa um Reykjavíkurflugvöll áfram.  Jón Gunnarsson, einn af nýju ráðherrunum vill hvergi hafa flugvöllinn nema í Reykjavík, en Bjarta framtíðin í borgarstjórn vill hann burt sem fyrst, og ekki seinna en 1924.  En þeir segjast þó vilja finna lausn.  Lausnin virðist vera sú að 20-30 milljarðar verði lagðir í að byggja nýjan flugvöll í 12 mín akstursfjarlægð frá risaflugvellinum í Keflavík, sem enn er verið að stækka.  Auðvitað veit hvert mannsbarn að innanlandsflugið hlýtur að flytjast til Keflavíkur innan 20 ára, enda innanlandsflug þá að líkindum að mestu leyti úrelt, nema sem tengiflug við millilandaflug og auk þess mun mikið draga úr flugi yfirhöfuð af umhverfisástæðum.  Af sömu ástæðum hljóta að verða settir miklir peningar í að rafvæða bílaflotann og stytta vegalengdir.  Auk þess sem byggðastefna framtíðarinnar hlýtur að ganga út á að byggðirnar verði sjálfbærar af miklu leyti og þurfi lítið að sækja til Reykjavíkur og þá helst með rafrænum hætti.  Maður spyr sig jafnvel hvort stóri dýri Landspítalinn sé tímaskekkja og ekki beri að leggja frekar áherslu á, 2-3 góð bráðasjúkrahús á landinu ásamt fyrsta flokks endurhæfingaraðstöðu en að flestar sérhæfðustu aðgerðirnar verði að sækja til útlanda og tryggja þá bestu mögulegu aðstöðu fyrir íslenska sjúklinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband